Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt í gær við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. HB Grandi hlaut verðlaunin í ár og veitti Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri þeim viðtöku.

Þá hlaut Jóhann  Sigurðsson bóksali sérstaka heiðursviðurkenningu einstaklings fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grund. Hann stóð fyrir þýðingu Íslendingasagnanna á ensku og hefur hann kynnt þær víða um heim.

Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1989 í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslunar og gjaldeyrisöflunar.

Jóhann Sigurðsson bóksali tekur við verðlaununum.
Jóhann Sigurðsson bóksali tekur við verðlaununum.

Útflutningsverðlaun forseta íslands
Útflutningsverðlaun forseta íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Útflutningsverðlaun forseta íslands
Útflutningsverðlaun forseta íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)