Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, hefur tilkynnt ákvörðun sína um heildarafla á næsta fiskveiðiári 2012/2013. Það mat ráðuneytisins að gera megi ráð fyrir nálægt 10 milljarða aukningu útflutningsverðmætis sjávararfurða á næsta fiskveiðiári á grundvelli ákvörðunarinnar nú. Þá er óvissan um afla á næstu loðnuvertíð ekki tekin með í reikninginn samkvæmt frétt á fiskifrettir.is.

Helstu breytingar á leyfilegum afla miðað við kvótann á yfirstandandi fiskveiðiári eru þær að þorskkvótinn eykst úr 177.000 tonnum í 196.400 tonn. Samkvæmt aflareglu er kvótinn 196.000 tonn en þarna er áætlaður afli útlendinga dreginn frá í fyrsta sinn.

Ýsukvótinn minnkar úr 45.000 tonnum í 36.000 tonn.

Gullkarfakvótinn eykst úr 40.000 tonnum í 45.000 tonn.

Djúpkarfakvótinn minnkar úr 12.000 tonnum í 10.000 tonn.

Ufsakvótinn minnkar úr 52.000 tonnum í 50.000 tonn.

Grálúðukvótinn eykst úr 13.000 tonnum í 14.700 tonn.

Steinbítskvótinn minnkar úr 10.500 tonnum í 8.500 tonn.

Keilukvótinn minnkar úr 7.000 tonnum í 6.400 tonn (+ 300 tonn til útlendinga.

Löngukvótinn eykst úr 7.500 tonnum í 11.500 tonn (+ 500 tonn til útlendinga).

Skötuselskvótinn minnkar úr 2.850 tonnum í 1.800 tonn.

Humarkvótinn minnkar úr 2.100 tonnum í 1.900 tonn.

Íslenska sumargotssíldin – kvótinn eykst úr 45.000 tonnum í 64.000 tonn.