Stjórnvöld á Indlandi hafa bannað útflutning á laukum vegna mikils skorts í landinu. Vegna mikilla rigninga á ræktarsvæðum hefur kílóverð á lauk tvöfaldast og kostar nú um eina evru á mörkuðum.

Samkvæmt vef BBC stendur bannið til 15. janúar næstkomandi. Hafa stjórnvöld brugðist við skorti með því að flytja inn lauk en laukar eru mikið notaðir í indverskri matargerð.

Í frétt BBC kemur fram að árið 1998 þurfti forsætisráðherra landsins að segja af sér eftir að hafa lagt til að fátækir hætti að borða lauk þegar verð hækkar á markaði. Svo virðist sem stjórnvöld nú ætli ekki að gera slík mistök.