Útflutningur Japana dróst saman um 10,3% á fyrstu átta mánuðum ársins. Annað eins hefur ekki sést þar í landi síðan náttúruhamfarir, jarðskjálftar og flóð, léku landið grátt í fyrra. Í þetta sinn er skellurinn Kínverjum og skuldakreppunni að stórum hluta að kenna en eftirspurn eftir japönskum vörum þar hefur dregist mikið saman á árinu.

Samkvæmt umfjöllun Reuters-fréttastofunnar um tölur japanska viðskiptaráðuneytisins um útflutning á árinu, segir m.a. að hætta sé á að Japan skelli á ný inn í niðursveiflu í hagkerfinu.

Reuters-fréttastofan segir ástæðurnar fyrir því í Kínverjar kaupi japanskar vörur í minni mæli en áður aðrar en á evrusvæðinu. Ekki sé um skuldakreppu að ræða þar heldur afleiðingar af deilu landanna á milli þar sem karpað er um eignarhald á tveimur smáeyjum. Í tengslum við það hafa Kínverjar hunsað japanskar vörur á borð við bíla og aðrar vörur.