Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Perú nam 2.364 milljónum dala á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta er rétt rúmlega 26% aukning á milli ára.

Til samanburðar námu heildarútflutningstekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja 220 milljörðum króna í fyrra. Það jafngildir rúmum 1,9 milljörðum dala á gengi dagsins.

Ansjósa er einn mikilvægasti uppsjávarfiskurinn undan ströndum Chile og Perú.
Ansjósa er einn mikilvægasti uppsjávarfiskurinn undan ströndum Chile og Perú.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fiskifréttir hafa eftir fréttavefnum fis.com að alla mánuði ársins hafi verið samdráttur í útflutningsverðmæti fiskimjöls nema í ágúst, sem reyndist mjög góður.

Aðalmarkaður fyrir fiskimjöl frá Perú er í Kína, Þýskalandi, Japan og Víetnam. Þá eru Danmörk, Belgía, Síle, Kanada, Spánn og Noregur jafnframt mikilvæg viðskiptalönd fyrir fiskútflytjendur í Perú.