Útflutningur frá Þýskalandi dróst saman um 5,8% í ágúst síðastliðnum borið saman við júlímánuð. Þá var innflutningur einnig minni milli mánaða og dróst saman um 1,3%. BBC News greinir frá.

Þetta er mesti mánaðarlegi samdráttur í útflutningi sem verið hefur í landinu í fimm ár. Sumarfrí í Þýskalandi áttu sér stað í meiri mæli í ágúst en júlí og er það hluti ástæðunnar fyrir samdrættinum.