*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 13. október 2014 08:21

Útflutningur gæti tvöfaldast til ársins 2030

Hafnir og aðrir innviðir í flutningum þurfa að taka stakkaskiptum á næstu árum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Við sjáum að það þarf miklu stærri og afkastameiri hafnir í kringum landið en nú er,“ sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í erindi sínu um flutningar í nútíð og framtíð á ráðstefnu Íslenska sjávarklasans í gær. Fréttablaðið fjallar um málið.

Á ráðstefnunni kom fram að útflutningur frá Íslandi gæti hæglega tvöfaldast fram til ársins 2030 og innflutningur aukist um þrjár milljónir tonna. Hafnir og aðrir innviðir í flutningum á Íslandi þurfi að taka stakkaskiptum á næstu árum gangi fyrirhuguð uppbygging í atvinnulífinu eftir.

Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna og formaður Hafnasambands Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé misskilningur að sjá sameiningar sem ógnanir við hafnastarfsemi fremur en tækifæri. „Menn eru hræddir um að hafnir verði lagðar af en þetta snýst frekar um hvar menn byggja upp sterkari innviði.“