Lettneski drykkjarvöruframleiðandinn Gutta, sem íslenska félagið Nordic Partners S.A. keypti 96,89% hlut í haustið 2004 og á nú 100% hlut í, jók útflutning sinn frá Lettlandi um 45% á síðasta ári. Samkvæmt frétt frá Fréttastofu Lettlands (Latvian News Agency) er þessi árangur þakkaður stefnu fyrirtækisins með áherslu á þróun í framleiðslu óáfengra drykkja.

Megin markaður fyrirtækisins er í Eystrasaltslöndunum þar sem drykkjarvörumarkaðurinn eykst hröðum skrefum. Auk þess flytur fyrirtækið m.a. út vörur sínar til Rússlands, Þýskalands, Japans og Gambíu. Vörur fyrirtækisins hafa einnig verið á boðstólum í verslunum á Íslandi. Jókst markaðurinn í Eystrasaltslöndunum fyrir óáfengar drykkjarvörur um 10% á síðasta ári á sama tíma og heimsmarkaðurinn er talinn vaxa um 2 til 3%.

Sjá nánar frétta Viðskiptablaðsins í dag.