Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir febrúar 2018 nam verðmæti vöruútflutnings 48,4 milljörðum króna og verðmæti vöruinnflutnings 53,7 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 5,3 milljarða króna. Í febrúar í fyrra var vöruskiptahallinn öllu meiri eða 12,7 milljarðar

Í febrúar 2018 var verðmæti vöruútflutnings 16,9 milljörðum króna hærra en í febrúar 2017 eða 53% á gengi hvors árs. Hækkun var í öllum flokkum milli ára en mestu munar um sjávarafurðir.

Verðmæti vöruinnflutnings í febrúar var 9,4 milljörðum króna hærra en í febrúar 2017 eða 21% á gengi hvors árs. Mestu munar þar um hrá- og rekstrarvörur og eldsneyti og smurolíur.