Útflutningur hugbúnaðar- og tölvuþjónustu nam 4.296 milljónum króna árið 2005. Útflutningur ársins 2004 nam 3.505 milljónum á gengi ársins 2005 og var því um 22,6% aukningu að ræða milli ára. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Seðlabankans.

Þegar útflutningur á hugbúnaðar- og tölvuþjónustu yfir tímabilið 1990-2005, ásamt hlutfalli hans af heildarútflutningi vöru og þjónustu, er skoðaður kemur í ljós að útflutningur á hugbúnaði hefur tæplega 160 faldast á tímabilinu, það er farið úr 27 milljónum króna árið 1990 í 4.296 milljónir króna árið 2005.