Verðmæti vöruútflutnings í júlí jókst um 46,8% frá sama tímabili í fyrra, eða úr 46,8 milljörðum í 68,7 milljarða króna. Fluttar voru inn vörur fyrir 84,7 milljarða króna. Vöruviðskipti í júlí (reiknuð á fob/cif-verðmæti) voru því neikvæð um 16,1 milljarð en til samanburðar var vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um 18,8 milljarða í júní 2020. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar

Verðmæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 17,6 milljarða króna, eða 70,7% samanborið við júlí 2020, og munar þar mest um aukið útflutningsverðmæti áls og kísiljárns. Útflutningsverðmæti sjávarafurða jókst um 2,1 milljarð, eða um 11%, og munar þar mestu um aukið verðmæti uppsjávarfisks.

Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 2020 til júlí 2021, var 690,4 milljarðar króna og hækkaði um 90,1 milljarð króna miðað við sama tímabil ári fyrr eða um 15% á gengi hvors árs.

Verðmæti innfluttra flutningstækja, þar á meðal skip og flugvélar, í júní jókst um 6,9 milljarða króna, eða 77,2 %, á milli ára. Verðmæti hrá- og rekstrarvara í innflutningi jókst um 3,7 milljarða eða 18,8%. Innflutt eldsneyti nærri tvöfaldaðist í verðmæti, úr 3,4 milljörðum í 6,7 milljarða króna.

Mynd tekin af vef Hagstofunnar.