Útflutningur í Kína hefur dregist saman um 4,4%, ef miðað er við júlí í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en hagfræðingar og fjárfestar hafa áhyggjur af stöðu kínverska hagkerfisins.

Kína er verksmiðja heimsins, og vekur það því áhyggjur ef útflutningur hefur dregist saman seinustu 12 mánuði. Pólitískur óstöðuleiki og versnandi efnahagshorfur í vesturlöndum, hafa valdið því að eftirspurn hefur minnkað eftir allskyns varningi.

Kínverskur útflutningur nam 184,7 milljörðum Bandaríkjadala í júlí. Viðskiptajöfnuður var þá jákvæður um rúmlega 52,3 milljarða í júlí. Hagvöxtur hefur einnig dregist saman, en nemur þó enn tæpum 7%.