Fyrstu sjö mánuði ársins 2011 var verðmæti vöruútflutnings 27,6 milljörðum eða 8,8% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Sjávarafurðir voru 37,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,3% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 56,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,6% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls og kísiljárns. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða og skipum og flugvélum.