Þýski risabankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt um útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum að andvirði 2,5 milljarða króna. Bankinn hefur ekki áður gefið út slík skuldabréf. Bréfin eru til eins árs og bera 8% vexti.

Greiningardeild Íslandsbanka segir það erfitt að segja um hvort um frekari útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum verði að ræða eða hversu mikil hún getur orðið.

Bankinn vitnar í breska tímaritið International Financing Review (IFR), sem segir að auðvelt sé að finna útgefendur og kaupendur að bréfunum en þar sem markaður með skiptasamninga sé þunnur hérlendis er magn slíkra samninga sem hægt er að gera takmarkað.

?Líklega má því telja að smæð markaðar með skiptasamninga valdi því á endanum að hægi um í útgáfu erlendra aðila en erfitt er að segja fyrir um hvenær þeim tímapunkti er náð," segir greiningardeild Íslandsbanka.