Seðlabankinn hefur gefið út áætlun yfir útgáfu ríkisbréfa á síðari helmingi ársins. Samtals mun útgáfan nema 68 milljörðum króna; 46 milljarðar á þriðja ársfjórðungi og 22 milljarðar á þeim fjórða.

Útgáfan er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til að bregðast við alþjóðlegu fjármálakreppunni og er m.a. ætlað að veita eigendum jöklabréfa færi á að halda áfram stöðutöku sinni í krónunni þegar stór hluti jöklabréfanna lendir á gjaldaga í haust.

Útgáfan hefur hins vegar sætt vaxandi gagnrýni og telja sumir að hún skapi meiri vanda fyrir fjármálakerfið en hún leysi.

Vaxtamunur á skiptamarkaði með gjaldeyri, sem hvarf í mars s.l., hefur aftur myndast á stysta enda skiptasamninganna, en útgáfunni var meðal annars ætlað að viðhalda vaxtarmuni krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Þeir gjaldeyrismiðlarar sem Viðskiptablaðið rætti við segja að vaxtamunurinn hafi myndast á ný vegna þess að nú skorti bankanna ekki eingöngu erlendan gjaldeyri heldur einnig krónur.

„Þetta er eins og skjóta haltan mann í heilbrigða fótinn,” sagði einn viðmælandi blaðsins.