Seðlabanki Íslands gaf út í dag áætlun um útboð ríkisbréfa á innlendum markaði á seinni helmingi ársins. Þann 19. júní síðastliðinn var tilkynnt um viðbótarútboð ríkisbréfa fyrir samtals 75 milljarða króna í flokkum RIKB 08 1212, RIKB 09 0612 og RIKB 10 0317.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

Það kemur fram að nú hefur verið gefið út fyrir 25 milljarða króna og er áætlunin fyrir þá 50 milljarða króna sem eftir standa í RIKB 09 0612 og RIKB 10 0317 á næstu fjórum mánuðum.

Jafnframt er áformað að gefa út 12 milljarða króna í nýjum flokki tveggja ára ríkisbréfa í nóvember og desember. Auk þess verður RIKB 19 0226 ríkisbréfið áfram byggt upp í 35 milljarða króna eins og áformað var og stendur til að það náist með 6 milljarða króna útgáfu nú í júlí.

Alls stendur því til að gefa út ríkisbréf fyrir 68 milljarða króna það sem eftir er af árinu.

Í desember fellur RIKB 08 1212 á gjalddaga en alls eru 52,4 milljarða króna útistandandi í þeim flokki