Útgáfuarmur fjölmiðlarisans News Corporation, sem er að stórum hlutaí eigu Ruperts Murdoch, tapaði einum 2,1 milljarði dala á reikningsárinu sem er að líða. Í frétt BBC segir að velta hafi dregist saman um 5%, ekki síst vegna þess að breska blaðinu News of the World var lokað vegna símhleranahneykslisins í Bretlandi.

Til stendur að skipta News Corporation upp og flytja útgáfuarminn í sérstakt fyrirtæki. Í því fyrirtæki verða bókaútgáfan Harper Collins, bresku blöðin Times og Sun, Wall Street Journal og New York Post í Bandaríkjunum og blaðið Australian í Ástralíu.