Stjórnir útgáfufélaganna Bjarts og Veraldar hafa samþykkt að sameina rekstur forlaganna í nýju félagi sem nefnist Bjartur-Veröld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Áfram verður gefið út undir merkjum forlaganna tveggja. Félögin tvö hafa að undanförnu átt með sér náið samstarf en nú hefur skrefið verið stigið til fulls.

Snæbjörn Arngrímsson verður áfram útgefandi hjá Bjarti og Pétur Már Ólafsson hjá Veröld. Auk þeirra starfa hjá hinu nýja félagi Aðalheiður Sigurðardóttir, Guðrún Vilmundardóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áætlað er að undir merkjum Bjarts og Veraldar komi út um það bil fjörutíu bókatitlar á þessu ári.