*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 1. janúar 2018 11:33

Útgáfutímum nýrra snjallsíma lekið

Skýrslu lekið um hvenær nýjustu snjallsímarnir, þar á meðal Galaxy S9 og Galaxy Note 9 og LG G7 og fleiri koma á markað 2018.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrr í mánuðinum kom út nýr snjallsímaörgjafi frá fyrirtækinuQualcomm sem áætlað er að verði aðaluppbyggingin í nýjustu gerðum Android farsíma sem út munu koma á árinu. Á kínverskum samfélagsmiðlum hefur birt skýrslu sem virðist hafa verið lekið en hún sýnir hvenær þeir snjallsímar sem keyrðir verða á nýja örgjörvanum munu koma á markað.

Samkvæmt síðunni Valuewalk mun Samsung setja hvort tveggja Galaxy S9 og Galaxy S9 Plus á markað í febrúar á hinu nýja ári, en þess hafði verið vænt í nokkurn tíma. Virðist sem síminn verði fyrst kynntur til sögunnar á stórsýningu farsímafyrirtækja í Barcelona líkt og venjan er, en áður hafði verið uppi orðrómur um að hann yrði kynntur á raftækjasýningu í Las Vegas. 

Einnig virðist LG G7 síminn stefna á markað í febrúar, en ekki virðist sem hann muni njóta nýja örgjafans. Kínverski síminn Xiaomi Mi 7 verður hins vegar með hann en hann kemur á markað í apríl. HTC U12 síminn kemur svo á markað í maí.

Júnímánuður stefnir svo á að verða stór í snjallsímaútgáfu á hinu nýja ári en skýrslan gefur til kynna að þá muni OnePlus 6, ZTE Nubia Z18 og Sony Xperia XZ Pro-A snjallsímarnir koma á markað. Þó mun Sony síminn verða kynntur í Barcelona í febrúar.

Síðan virðist sem mest verði um að vera í lok ársins, þá sérstaklega í september. Þá eru sögusagnir að Samsung Galaxy Note 9, LG V40 og Xiaomi Mi MIX 3 komi á markað, sem og nýjasti iPhone síminn frá Apple.

Í október er svo búist við Google Pixel 3, Pixel XL, ZTE Nubia Z18S, Sony Xperia XZ2 og HTC U12+. Í nóvember mun Motorola svo setja flaggskip sitt á markað, Moto Z 2019, og svo munu OnePlus 6T og nýr klemmusími frá Samsung koma á markað í desember.

Stikkorð: Apple Samsung iPhone snjallsímar LG örgörvi
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is