Sumarið 2019 ættu Bretar að vera gengnir úr Evrópusambandinu, ef áætlanir Theresu May, forsætisráðherra ganga í gegn. Nú hefur hún formlega tilkynnt að formlegt úrsagnaferli úr sambandinu muni hefjast í mars á næsta ári og verði þá lög frá 1972 um aðild Breta að sambandinu numin úr gildi.

Theresa May, tilkynnti þetta í viðtali við breska fréttamanninn, Andrew Mann, á breska ríkisútvarpinu BBC . Á flokksfundi breska Íhaldsflokkinn í Birmingham, sagði hún við flokksmeðlimi að ríkisstjórnin, undir hennar stjórn, myndi semja sem sjálfstæð og fullvalda eining við Evrópusambandið.

Búist er við að ferlið taki um tvö ár og verði því lokið sumarið 2019. Eins og frægt er þá samþykktu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu í júní. Nú loks er komið á hreint hvenær fimmtugasta grein Lissabon-sáttmálans, verður virkt og hvað ferlið tekur langan tíma.