*

föstudagur, 30. október 2020
Erlent 30. janúar 2020 13:28

Útgangan dýrkeyptari en aðildin

Frávik landsframleiðslu frá því sem annars hefði verið nemur 130 millörðum punda samkvæmt Bloomberg.

Júlíus Þór Halldórsson
Tim Barrow, sendiherra Breta gagnvart Evrópusambandinu afhendir Donald Tusk bréf sem kveður á um úrsögn Breta úr sambandinu.
epa

Samkvæmt útreikningum hagfræðings Bloomberg-fréttaveitunnar hafa 130 milljarðar sterlingspunda – ígildi yfir 21 þúsund milljarða íslenskra króna – þegar tapast vegna ákvörðunarinnar um útgöngu, í formi fallandi efnahagsumsvifa.

Greining Dan Hanson byggir á sterkri sögulegri fylgni milli hagvaxtar Bretlands og G7-ríkjanna svokölluðu. Frá því að niðurstaða þjóðaratkvæðisins lá fyrir hefur Bretland dregist aftur úr – hagvöxtur þar mælist um 1% um þessar mundir – og reiknast honum til að landsframleiðsla sé nú um 3% lægri en ef kosningin hefði farið á hinn veginn.

Fallandi fjárfesting einkaaðila hafi þar haft mest að segja, þar sem atvinnurekendur veigri sér við að taka á sig langtímaskuldbindingar meðan óvissa ríki um viðskiptasamband við meginlandið.

Hanson spáir því enn fremur að áframhaldandi óvissa millibilsástandsins muni bæta um 70 milljarð sterlingspundum eða 11 þúsund milljörðum króna við tapið á árinu, og verði það þá orðið hærra en samanlagðar greiðslur Bretlands til sambandsins á rétt tæplega hálfrar aldar aðild þess, sem nú er að ljúka.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

Stikkorð: Bloomberg Brexit