Félagið Selbakki ehf, félag í eigu útgerðarinnar Skinney-Þinganess, hefur keypt kúabúið Flatey í Austur-Skaftafellssýslu. Þetta er eitt stærsta kúa landsins en þar er jafnframt rekin graskögglaverksmiðja og ferðaþjónusta. Jörðin er á bilinu 2000 til 2.500 hektarar að stærð og er ræktað land um 500 hektarar. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp en það er talið nema á bilinu 400-500 milljónum króna, að því er fram kom í hádegisfréttum 365 miðla. Þegar jörðin var auglýst til sölu var 480 milljóna króna verðmiði á henni.

Flatey var ein af þeim 45 jörðum og eignum á þeim sem voru í eigu félagsins Lífsvals. VB.is sagði frá því í fyrrahaust að Landsbankinn tók Lífsval yfir í byrjun síðasta árs eftir að hafa farið fram á nauðungarsölu á fjórum jörðum í eigu félagsins.

Helstu eigendur Lífsvals voru þeir Guðmundur A. Birgisson, löngum kenndur við Núp í Ölfusi og fleiri fjárfestar. Þar á meðal var athafnamaðurinn Ólafur Wernersson með 15,6% hlut.