Skuldir þriggja fyrirtækja sem stunda veiðar við Grímsey skulda Íslandsbanka þrjá milljarða króna en reksturinn stendur ekki undir slíkri byrði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Kemur fram í ársskýrslu tveggja útgerðarfélaganna að semja þurfi við bankann svo óvissuástandið sem hafi ríkt í nánast sex ár haldi ekki áfram.

Félögin sem eiga meirihluta kvótans í Grímsey eru Borgarhöfði ehf., Sigurbjörn ehf., og Sæbjörg ehf. Guðnýhelga Herbertsdóttr, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, gat ekki tjáð sig um einstaka viðskipti en sagði bankann hafa tekið þátt í viðræðum um atvinnuþróun og tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar í eyjunni.