Tekjutap þjóðarbúsins ef loðnan finnst ekki gæti orðið allt upp í 30 milljarðar króna. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útgerðarmenn séu farnir að ókyrrast yfir því hve seint gengurað finna hana.

Áætlað útflutningsverðmæti loðnu á síðasta ári var 33,4 milljarðar króna og nam þá um 12% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða en heildarverðmætiðnam samkvæmt áætlunum 275 milljörðum króna. Á árinu 2012 var útflutningsverðmæti loðnu 29,7 milljarðar króna og nam 11% af heildarútflutningsverðmætinu. Þetta sýna tölur frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.

Sé horft um öxl má þó sjá að tekjur af loðnu hafa verið mismiklar frá ári til árs. Árið 2009 var útflutningsverðmætið einungis 2,8  milljarðar, 9,9 milljarðar 2007 og 2008. Þó að hér að ofan sé verðmætið miðað við verðlag hvers árs sýna þessar tölur samt glöggt að það eru miklar sveiflur í loðnustofnunum frá ári til árs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .