*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 27. júlí 2021 13:58

Út­gerðar­menn fjár­festa í snyrti­vörum

Anna Guðmundsdóttir, Ingi Guðmundsson og Kristján Vilhelmsson munu koma inn í hluthafahóp Pharmarctica í kjölfar hlutafjáraukningar.

Snær Snæbjörnsson
Kristján Vilhelmsson, Anna Guðmundsdóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson
Haraldur Guðjónsson

Pharmarctica á Grenivík er að ljúka við aukningu hlutafjár til að geta stækkað framleiðsluaðstöðu félagsins. Kjálkanes ehf. og Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf. bætast við hlutahafahóp félagsins við breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Pharmarctica.

Systkinin Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmundsdóttir eru stærstu hluthafar Kjálkaness með samanlagt um 45% hlut.  Kjálkanes ehf. er næststærsti eigandi Síldarvinnslunnar með 17,44% hlut. Þá eiga systkinin einnig um 45% hlut í útgerðinni Gjögri.

Fjárfestingarfélagið Fjörður er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, meðeiganda og framkvæmdastjóra Samherja. 

„Unnið verður að því að fullhanna nýja húsnæðið næsta vetur og bundnar eru vonir við að bygging húsnæðisins geti hafist næsta vor. Stefnt er að því að húsnæðið verði um 710 fermetrar að grunnfleti og 910 fermetra gólfflötur," segir í tilkynningunni.

Pharmarctica framleiðir snyrti- og húðvörur. Félagið hefur til að mynda framleitt húðvörur undir merkjum AK Pure Skin í samstarfi við landsliðsmanninn Aron Einar Gunnarsson og eiginkonu hans, Kristbjörgu Jónasdóttur. Í lok árs 2019 átti Grýtubakkahreppur ríflega 90% hlutafjár í félaginu.