Fjárfestingarfélagið Kjálkanes, systurfélag útgerðarfélagsins Gjögurs á Grenivík, eignaðist 23,6% hlut í lyfja- og snyrtivörufyrirtækinu Pharmarctica við hlutafjáraukningu á síðasta ári. Auk Kjálkaness tók Fjárfestingarfélagið Fjörður, sem er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, meðeiganda og framkvæmdastjóra hjá Samherja, þátt í fjármögnuninni og eignaðist 9,2% hlut í Pharmarctica.

Í nýbirtum ársreikningi Pharmarctica kemur fram að innborgað hlutafé hafi numið 125 milljónum króna á síðasta ári.

Þegar hlutafjáraukningin var tilkynnt í júlí 2021 kom fram að fjármögnunin yrði nýtt í að stækka framleiðsluaðstöðu Pharmarctica, sem er staðsett á Grenivík. Stefnt var að því að húsnæðið yrði um 710 fermetrar að grunnfleti og 910 fermetra gólfflötur.

Grýtubakkahreppur er aðaleigandi Pharmarctica í gegnum félagið Sænes sem fer með 67,2% hlut í lyfja- og snyrtivörufyrirtækinu. Til samanburðar átti sveitarfélagið 97,6% hlut í Pharmarctica í árslok 2020.

Stærstu hluthafar Kjálkaness eru systkinin Anna Guðmundsdóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson með samtals 45% hlut. Þá eiga Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, og systkini hans samanlagt álíka stóran hlut. Kjálkanes er næst stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði