*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 16. janúar 2016 13:10

Jens: Útgerðarmenn voru oft of harðorðir

Formaður SFS segir að útgerðarmenn hafi sveiflast með stemmingunni í umræðu um sjávarútveg.

Ólafur Heiðar Helgason
Gígja Dögg Einarsdóttir

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segist telja að umræðan um sjávarútveg hafi breyst síðan SFS voru stofnuð. Nú þegar hluti fiskeldisins, sölufyrirtækin ásamt öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum séu saman í samtökum beinist kastljósið að því hvað virðiskeðjan frá veiðum, vinnslu og sölu sé flott og öflug.

„Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Íslenskur sjávarútvegur framleiðir um 20 milljónir máltíða á dag. Það þarf að selja þessar máltíðir. Það þarf að reyna að hámarka verðið. Við höfum náð gríðarlega góðum árangri í markaðssetningu og sölu á erlendum mörkuðum. Auðvitað eigum við í harðri samkeppni við margar þjóðir á mörgum mörkuðum, en við höfum náð mjög góðum árangri og það er vinna sem við höldum áfram með.

Við bendum líka á þá nýsköpun sem á sér stað út um allt land, mikið hér í Reykjavík, niðri í sjávarklasa, og alla þá gerjun sem er í gangi þar. Ég held að þegar við hættum að einblína bara á kvótann og förum að horfa á greinina í heild, og sjáum hvað margir vinna í greininni burt séð frá einhverri kvótaeign, að þá held ég að allir fái meiri heildarmynd af því hvað íslenskursjávarútvegur er.“

Voru útgerðarmenn of harðir í umræðunni hér áður fyrr?

„Já, kannski oft á tíðum voru menn of harðorðir, og sveifluðust kannski með þeirri umræðustemmingu sem var í kringum greinina. Það getur hent, að menn fari niður á þann stall sem umræðan var á. En sem betur fer höfum við náð að hefja okkur upp úr því. Ég held að það hafi enginn verið saklaus í þeirri umræðu, hvorki stjórnmálin né andstæðingar eða fylgjendur kvótakerfisins.“

Ítarlegt viðtal við Jens er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is