Veiðigjald var lækkað í 4,8% auk þess sem veiðigjald af þorski og rækju var fellt niður í tvö ár með lögum frá Alþingi fyrir skömmu. Útgerðin kemur til með að greiða 440 milljónir króna í veiðigjald á næsta ári.

Álagning veiðigjalds er miðar við afkomu árið áður og var 8 til 9,5% fyrir næsta ár áður en því var breytt. Samkvæmt því hefðu útgerðirnar þurft að greiða ríflega milljarð í veiðigjald. Eftir breytinguna á lögunum verður gjaldið um 440 milljónir króna sem er samsvarandi upphæð og á síðasta fiskveiðiári.