Í frumvarpi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til fjáraukalaga fyrir árið 2017, er gert ráð fyrir að 24,9 milljarðar fari til viðbótar í ófyrirséð útgjöld, en þegar fjárlögin voru sett var gert ráð fyrir um 25 milljarða afgangi.

Hins vegar verður afgangurinn af rekstri ríkisins á árinu sem er að líða rúmlega 43 milljarðar, eða 18,4 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum að því er RÚV greinir frá. Bætt staða ársins er að mestu rakin til meiri arðgreiðslna en gert var ráð fyrir en heildartekjuaukningin nemur 39 milljörðum króna.

Stærsti einstaki liður aukafjárlaganna eru 8,1 milljarður sem fara til endurreikninga á vaxtagjöldum, og kemur þar til meðal annars uppkaup ríkisins á skuldabréfum í Bandaríkjadölum.

Aðrir liðir má nefna 3 milljarðar til Sjúkratrygginga til kaupa á lyfjum, 900 milljónir til kaupa á hjálpartækjum og rúmur milljarður vegna kostnaðar við læknismeðferðir erlendis, og tannlækningar og læknisþjónustu hér heima.

2,7 milljarðar fóru til viðbótar í almannatryggingar, þá helst vegna fjölgunar öryrkja og síðan 2,4 milljarðar í móttöku hælisleitenda umfram áætlanir. 1,8 milljarður fór til viðbótar í samgöngumál.