Í fjárlagafrumvarpi ársins 2020 sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynnti í morgun kemur fram að útgjöld vegna atvinnuleysis aukist um 9 milljarða króna á næsta ári. Því verða heildarútgjöld til atvinnuleysisbóta á næsta ári 26,6 milljarðar sem jafngildi um 51% hækkun á milli ára. RÚV segir frá.

Þessar tölur byggjast á spá Hagstofunnar sem gerir ráð fyrir um 3,8% atvinnuleysi á næsta ári, áföll í ferðaþjónustu og kólnun hagkerfisins ráða þar mestu.

Aukning almannatrygginga aukast um 8 milljarða. Mikil aukning útgjalda stafar helst af vaxandi framlögum til elli- og örorkulífeyrisþega en þar er um að ræða sambland af kerfisbreytingum, bótahækkunum og fjölgun bótaþega.