Einkaneysla bandarískra neytenda jókst um 0,4% í mars, sem er talið endurspegla hækkandi verðlag þar í landi sem dregur úr kaupmætti þeirra. Hækkandi orkuverð spilar stærstan þátt í þessari þróun.

Útgjöldin jukust meira en frá fyrri mánuði, en í febrúar jukust þau um 0,1%. Þetta kemur fram í tölum frá viðskiptaráðuneytinu í Bandaríkjunum.Útgjaldaaukningin – eða vöxtur einkaneyslu, var framar spám þeirra sérfræðinga sem Bloomberg ráðfærði sig við. Verðbólgan er á uppleið í Bandaríkjunum.

Á morgun verða birtar tölur um launaþróun í Bandaríkjunum.Spár sýna að laun muni dragast saman.