Sérstök úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á verslunar- og þjónustugeiranum var kynnt í Hörpu í gær á fundi bankans um fjárfestingatækifæri í verslun og þjónustu. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildarinnar, kynnti úttektina, en þar kom meðal annars fram að frá árinu 2008 hafa útgjöld heimilana vaxið umfram vöxt ráðstöfunartekna. Það gefi til kynna að neyslan hafi verið fjármögnuð með sparnaði eða lántöku. Slíkt muni ekki geta haldið áfram til langs tíma að hans mati.

Hagfræðideildin spáir því að einkaneysla muni halda áfram að vaxa um 3,3% að meðaltali á næstu þremur árum. Spurður að því hversu mikil aukningin geti verið segir Daníel að eðlilegt sé að hún fylgi kaupmáttaraukningu.

VB Sjónvarp ræddi við Daníel.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu hér .