Ljóst er að tekjur ríkissjóðs munu minnka nokkuð á næsta ári. Hins vegar varða útgjöld ríkisins ekki dregin saman í takt við minnkandi tekjur og því ljóst að verulegur halli verður á ríkissjóð á næsta ári.

Þetta kom fram í máli Friðriks Más Baldurssonar, hagfræðing sem kynnti fyrir stundu samkomulag milli íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra sagði á fundinum að Friðrik Már hefði stýrt viðræðum við IMF fyrir hönd yfirvalda.