Útgjöld til almennrar heilsugæslu jukust úr því að vera 6,1 milljarður árið 1998 í 13,2 milljarða árið 2008 á verðlagi þess árs. Útgjöld á hvern íbúa, einnig á föstu verðlagi, fór úr því að vera 20 þúsund krónur í rúmar 30 þúsund krónur 2008. Þetta er aukning um 52,8%. Þetta kemur fram í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út.

Þar kemur einnig fram að raunútgjöld til tannlækninga hafa ekkert aukist á þessu tíu ára tímabili. Þegar litið er til fólksfjölgunar á þessum tíma þá hafa útgjöld til tannlækninga á mann dregist saman. Árið 1998 voru útgjöldin 4.100 krónur á mann í 3.200 krónur. Þetta er samdráttur um rúm 22%.