Heildarútgjöld til rannsókna- og þróunarstarfs á árinu 2013 voru 35.398 milljónir, en það jafngildir 1,88% af landsframleiðslu Íslands það ár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar .

Dreifast útgjöldin þannig að heildarútgjöld fyrirtækja eru 18.548 milljónir, háskóla 11.630 milljónir og annar opinberra stofnana og sjálfseignastofnana 5.220 milljónir.

Af heildarútgjöldum fyrirtækja til rannsókna og þróunar eru 68,5% í þjónustugreinum, en 24,9% í framleiðslugreinum.