*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 22. nóvember 2019 11:43

Minna hlutfall VLF til R&Þ

Útgjöld á Íslandi til rannsókna og þróunar voru 2% af landsframleiðslu 2018 miðað við 2,1% árið á undan.

Ritstjórn
Nýsköpun er eitt vinsælt orð og kemur 18. sinnum fyrir í stjórn­­­ar­sátt­­mál­a ríkisstjórnarinnar.

Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2018 voru 56,9 milljarðar króna en það jafngildir 2,02% af vergri landsframleiðslu. Árið 2017 voru útgjöldin 55,1 milljarður króna og jafngildir það 2,11% af vergri landsframleiðslu. Árið 2016 voru útgjöldin 53 milljarðar króna og jafngildir það 2,13% af vergri landsframleiðslu.

Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofu Íslands.  Útgjöld vegna rann­sókna og þró­unar jukust hratt hér­lendis á fáum árum. Árið 2013 voru þau 33,3 millj­arðar króna og fer því nærri að þau hafi tvöfaldast árið 2018 í krónum talið. Hins vegar sýna gögnin að frá árinu 2016 hafa útgjöldin minnkað ár af ári, úr 2,13% niður í 2,02%. 

„Gagnasöfnun Hagstofunnar nær yfir fyrirtæki, sjálfseignarstofnanir, háskólastofnanir og aðrar opinberar stofnanir. Skiptast heildarútgjöldin þannig að útgjöld fyrirtækja og sjálfseignarstofnana eru 36,6 milljarðar, útgjöld háskólastofnana 17,9 milljarðar og heildarútgjöld annarra opinberra stofnana 2,4 milljarðar.“