Raunaukning útgjalda til vegaframkvæmda var 17,5% á tímabilinu 1998 til 2006. Á sama tímabili hefur hlutdeild vegaframkvæmda af heildarrfjárrfestingu ríkissjóðs aukist talsvert að því er kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Á árinu 1998 var hlutdeild vegaframkvæmda í heildarfjárfestingu ríkissjóðs 25,4% en er nú orðin 44,6% samkvæmt fjárlögum 2006.