Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins .

Fimmtíu verkefni fengu styrk fyrir alls 175,7 milljónir króna til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum. Hæstu styrkina, sem eru að fjárhæð tólf milljóna króna, hljóta Vatnajökulsþjóðgarður vegna salernisaðstöðu við Snæfellsskála og Akraneskaupstaður vegna framkvæmda við Breiðina. Þá fær Snæfellsbær 10 milljóna króna styrk vegna aðgengis við Bjarnarfoss í Staðarsveit.

Alls bárust alls 103 umsóknir frá opinberum- og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um landið. Heildarupphæð styrksumsókna var rúm 831 m.kr. en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður um 2 milljarðar króna.

Listi yfir úthlutaða styrki .