Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar úthlutaði á miðvikudag 56 milljónum króna til framhaldsnáms eða doktorsverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála.

Fjórir fengu eina milljón úr sjóðnum, en aðrir fengu minna. Þessir fjórir voru Ásbjörg Kristinsdóttir, verkfræðingur og doktorsnemi við MIT-háskólann í Boston, Bjarni Már Magnússon, lögfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Edinborg, Lárus Þorvaldsson, vélaverkfræðingur og doktorsnemi við verkfræðideild HÍ, og Silja Rán Sigurðardóttir, fjármálaverkfræðingur og doktorsnemi við tækni- og verkfræðideild HR.