Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Alls verða veittir styrkir til 66 verkefna víðsvegar um landið, en sérstaklega var hort til öryggismála að þessu sinni. Alls miða 37 af verkefnunum að því að bæta öryggi á ferðamannastöðum.

Styrkir til einstakra verkefna nema 596 milljónum króna, en 51 milljón verður úthlutað sérstaklega af ráðherra ferðamála til brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum að tillögu Stjórnstöðvar ferðamála. Hæstu einstöku styrkirnir eru 30 m.kr. og eru veittir fjórir slíkir; til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss.

Hér má sjá lista og samantekt yfir þau verkefni sem fengu styrki, hér má sjá Íslandskort þar sem styrkirnir eru tilgreindir og hér má sjá nánari upplýsingar um úthlutanir úr sjóðnum á undanförnum árum.