Aurora Velgerðasjóður úthlutaði 48,3 milljónum króna til fimm verkefna í mánuðinum. Þetta var sjötta úthlutunin frá stofnun sjóðsins árið 2007 og sú fyrri af tveimur á árinu. Úthlutað verður síðar á árinu og þá einungis til þróunarverkefna.

Að þessu sinni var úthlutað til fimm verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Kenía í Afríku í samstarfi við ABC hjálparstarf. Verkefnin eru eftirfarandi ásamt styrkfjárhæð:

  • Styrkur til ABC Hjálparstarfs í Kenía - 1.8 milljón
  • Styrkur til Vinafélags Vinjar athvarfs geðfatlaðra við Hverfisgötu - 1 milljón á ári í þrjú ár
  • Styrkur til Töfraflautunnar e.Mozart fyrir börn - 500 þúsund krónur

Þá fengu áfram verkefnin:

  • Kraumur tónlistarsjóður 20 milljónir
  • Hönnunarsjóður Auroru  25 milljónir

Auroru velgerðasjóður var stofnaður árið 2007 af þeim hjónum Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Ólafi Ólafssyni sem lögðu sjóðnum til einn milljarð króna. Aurora velgerðasjóður er sjálfseignarstofnun með fjögurra manna stjórn sem starfar sjálfstætt með meginmarkmið sjóðsins að leiðarljósi að styrkja verkefni í þróunarlöndum og menningartengd verkefni hér á Íslandi.