Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr þróunarsjóði innflytjenda fyrir árið 2014 í samræmi við tillögur innflytjendaráðs. Styrki hlutu 18 verkefni, samtals að fjárhæð 9,4 milljónir króna.

Alls bárust 63 umsóknir en það er töluverð aukning frá síðasta ári en þá bárust 40 umsóknir. Innflytjendaráð lagði til að 9,4 milljónum yrði úthlutað úr sjóðnum en 18 verkefni hlutu styrk að þessu sinni. Verkefnin sem hlutu styrk má sjá á heimasíðu Velferðarráðuneytisins