Í dag er vika liðin síðan nefnd umhverfisráðuneytisins tilkynnti um úthlutun heimilda til koltvísýringslosunar. Slík úthlutun hefur ekki áður farið fram hérlendis, en kveðið er á um hana í Lögum um losun gróðurhúsalofttegunda sem samþykkt voru síðastliðið vor. Þau eru liður í skuldbindingum Íslendinga gagnvart Kyoto-bókuninni. Engum heimildum var úthlutað til stækkunar núverandi stóriðjuvera eða til nýrra vera.

Viðskiptablaðið leitaði viðbragða hjá forsvarsmönnum stóriðjufyrirtækjanna sem nú eru í fyrsta sinn bundin af losunarkvótum, og Samtaka iðnaðarins, en fulltrúi þeirra segir nefndina ekki hafa farið að lögum.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.