Úthringifyrirtækið Kol ehf., sem nýlega skipti um nafn og heitir BEN ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. júlí síðastliðinn og hefur verið kallað eftir kröfum í búið.

Félagið var stofnað árið 2005, þá undir nafninu Dagskrá vikunnar ehf., en um tíma hét það einnig Sk 63 ehf. Fyrirtækið skilaði síðast ársreikningi til Fyrirtækjaskrár fyrir árið 2005.