Gunnar Pétur Garðarsson var á dögunum ráðinn fjármálastjóri Eignaumsjónar hf. og mun hann leiða fjármálasvið félagsins, uppbyggingu þess og þróun. Eignaumsjón er fyrirtæki sem þjónustar fyrst og fremst eigendur og notendur fasteigna. Fyrirtækið hefur þannig sérhæft sig í rekstri fjöleignahúsa og rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir leigufélög varðandi rekstrar- og leiguumsjón.

„Við komum inn sem þessi trausti aðili í rekstrinum,“ segir Gunnar sem um þessar mundir vinnur að því að koma sér inn í nýtt starf. Hann ákvað að skipta um starfsvettvang því að starfstilboðið hafi einfaldlega verið of spennandi til þess að sleppa því.

„Ég er að koma inn í alveg nýtt starf. Fyrirtækið hefur verið að eflast jafnt og þétt undanfarin ár og eigendur og framkvæmdastjóri komust að þeirri niðurstöðu að nú væri svo komið að þörf væri fyrir sérstakan fjármálastjóra. Það var í raun allt spennandi við þetta. Mér fannst spennandi að það hefði enginn sinnt þessu áður. Mér fundust áætlanir framkvæmdastjóra og stjórnar spennandi og mér fannst spennandi að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu. Fyrirtækið hefur verið að eflast gríðarlega undanfarin ár og þjónustar um þessar mundir 350 félög og hefur umsjón með um 9.000 fasteignum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.