„Það er ekkert í viðskiptasamningum Vífilfells við sína viðskiptavini sem útilokar það að viðkomandi sé í viðskiptum við aðra framleiðendur,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells.

Í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu sagði Árni Hafstað, eigandi Gæðings og Microbars, hegðun stóru ölframleiðendanna, Ölgerðina og Vífilfell, haga viðskiptaháttum sínum þannig að það væri nær ómögulegt fyrir veitingamenn að skipta um birgja.

Árni segir: „Vífilfell gerir engar kröfur á sína viðskiptavini að þeir kaupi ekki vörur af öðrum framleiðendum. Það er ljóst að slíkir viðskiptahættir af því tagi voru tíðkaðir hér á markaði á árum áður en engar hindranir eða útilokanir gagnvart öðrum framleiðendum er að finna í samningum Vífilfells í dag“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.