Bjarni Benediktsson efnhags- og fjármálaráðherra útilokar ekki að Már verð ráðinn í stöðu seðlabankastjóra aftur. Már hefur lýst því yfir opinberlega og í samtölum við Bjarna að hann muni hugsanlega sækja um aftur.

„Ég geri ráð fyrir því að það verði engin grundvallarbreyting á því að ráðningaferlið verði á faglegum forsendum. Allir þeir sem teljast hæfir eiga þannig möguleika á því að fá skipun," sagði Bjarni Benediktsson.

Hann tekur skýrt fram að ekki sé víst hvort bankastjórarnir verði einn eða þrír.