*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 16. maí 2013 10:17

Útilokar ekki tafir á stækkun álversins í Straumsvík

Verði tafir á stækkun álversins í Straumsvík gæti orkan úr Búðarhálsvirkjun nýst til annarra verkefna.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Tæknilegir örðugleikara hafa komið upp í tengslum við stækkun álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík og gætu tafir orðið á þeirra framleiðsluaukningu sem stefnt var að. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að auka átti framleiðslugetuna úrum 40 þúsund tonn, þ.e. úr 190 þúsund tonnum í 230 þúsund tonn. Í blaðinu segir að verði tafir á verkinu um einhvern tíma þá geti orkan úr Búðarhálsvirkjun sem verið er að byggja og á að afla orku fyrir álverið nýst til annarra verkefna, s.s. til álvers Norðuráls í Helguvík. 

Blaðið rifjar upp að í apríl hafi komið fram að Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, væri að endurskoða fjárhagsáætlun og tímaramma þriggja stækkunarverkefna, þar á meðal í Straumsvík og sé það hluti af stefnu nýs forstjóra um að draga úr kostnaði og einblína frekar á námastarfsemi, sem væri arðbærasti hluti starfseminnar. 

Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir í samtali við blaðið að ekki hafi verið hætt við verkefnið. Hann vildi ekki fara nánar út í málið í samtali við blaðið en sagðist geta gert það í dag. 

Viðskiptablaðið greindi frá því í fyrrahaust og aftur í mars síðastliðnum að tafir hefðu orðið á framkvæmdum vegna tæknilegra örðugleika, þ.e. á þeim hluta verkefnisins sem sneri að því að auka framleiðslu álversins um 20% sem var einn angi af viðamiklu fjárfestingarverkefni álversins.

Stikkorð: Norðurál Straumsvík