Vegna veðurs segir Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Café Parísar, að útisvæðið hafi ekki hafa gefið eins miklar tekjur í ár og fyrri sumur. En þau á Café París hafa ekki dáið ráðalaus: „Við höfum boðið upp teppi, kertaljós, sólhlífar og hliðarhlífar. Þetta getur reyndar skapað mjög góða stemmningu."

„Við vitum aldrei hverju við eigum von á þegar við opnum hurðina á morgnanna, það hefur alltaf verið þannig hjá okkur. Mótmæli á Austurvelli, Sjómannadagur í góðu veðri, Gay Pride, allt hefur þetta áhrif á Cafe París og það er það sem gerir staðinn að svo skemmtilegum vinnustað," segir Guðný.

Og Guðný segir rigningardag og sólardag mjög ólíka á staðnum: „Þegar það er sól þá er keyrsla frá morgni og alveg fram á kvöld. Starfsfólkinu finnst mjög gaman að vera í svona aktion allan daginn. En þegar gestir okkar þurfa að sitja inni vegna veðurs koma þeir meira í hollum og þá eru pásur inn á milli." Og Guðný er bjartsýn: „Við höfum góða tilfinningu fyrir ágúst og september. Þeir verða góðir. Í ágúst í fyrra var bara einn góður dagur og síðan var sumarið bara búið og það er varla komið enn. Þegar það er vont veður koma útlendingarnir en Íslendingarnir er ekki eins duglegir að koma. En um leið og sólin kemur fram þá fyllist útisvæðið á augabragði."