Ný útlán bandarískra neytenda jukust um 2,1% á ársgrundvelli, sem er minnsta aukning sem mælst hefur í þeim efnum í sjö mánuði. Líklegast er talið að minni spurn eftir nýjum bílalánum sé meginvaldur samdráttarins. CNN greinir frá þessu í kvöld.

Útlán hafa ekki aukist jafnhægt síðan í desember, en þá nam aukningin 1,9%.

Bílaframleiðendur hafa skýrt frá því að í spurn eftir framleiðslu þeirra hafi ekki verið minni í 16 ár.

Talsverðar áhyggjur eru af því að neytendur muni draga úr eyðslu enn frekar á öllum sviðum þegar áhrif skattapakka ríkisstjórnarinnar dofna, en kostnaður við hann var 106,7 milljarðar dollara.